Strætisvagn til sölu hjá Strætisvögnum Akureyrarbæjar

Akureyrarbær óskar eftir tilboði í Mercedes Benz Citaro:

  • Mercedes Benz Citaro O530
  • Árgerð 2003
  • Ekinn 910.379 km
  • 59 manna þar af 32 í sæti
  • Nýlega upptekin sjálfskipting o.fl.

Er ný skoðaður og með 2025 miða

Vagninn verður til sýnis á Rangárvöllum fyrir framan SVA þriðjudaginn 30. apríl milli klukkan 11:00 og 12:00.
Starfsmaður SVA verður á staðnum og svarar spurningum sem kunna að koma upp. Tilboðsblöð verða til taks á staðnum en einnig verður hægt að nálgast þau í þjónustuverinu í ráðhúsinu.

Nánari upplýsingar veitir Engilbert Ingvarsson, engilbert@akureyri.is.

Tilboðum skal skila inn til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð fyrir klukkan 13.00 föstudaginn 3. maí 2024.
Einnig er hægt að skila inn tilboðum rafrænt á netfangið
umsarekstur@akureyri.is.