Útboð á lokafrágangi við byggingu vélageymslu í Hlíðarfjalli

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í lokafrágang nýrrar vélageymslu í Hlíðarfjalli. Um er að ræða frágang á starfsmannaaðstöðu og annan innahúss frágang á vélageymslu.

Þeir verkþættir sem eru í þessu útboði eru: húsasmíði, blikksmíði, stálsmíði, lagnir, raflagnir, gólfefni, múrverk og málun. Verklok eru tvískipt, verklok vélaverkstæðis er 15. nóvember 2024 og verklok efri hæðar er 4. mars 2025.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með mánudeginum 13. maí 2024.

Gögnin eru aðgengileg sjálfvirkt inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar eftir að búið er að sækja um þau og eru þess vegna ekki send til bjóðanda sérstaklega.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 4. júní 2024 kl. 13:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.