Útboð á hirðu úrgangs við heimili á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í dreifingu íláta og hirðu úrgangs við heimili á Akureyri.

Fyrirhugaðar eru breytingar á sorphirðu á Akureyri, með innleiðingu á nýju flokkunarkerfi sem taka skal gildi sumarið 2024.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 16. nóvember 2023.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl. 13:00 mánudaginn 18. desember 2023.

Útboðsgögnin eru aðgengileg sjálfvirkt inn á þjónustugáttinni eftir að búið er að sækja um gögnin og eru þess vegna ekki send til bjóðanda sérstaklega.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.