Ungmennaráð

26. fundur 13. apríl 2022 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Alexía Lind Ársælsdóttir
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Bjarni Hólmgrímsson
  • Elva Sól Káradóttir
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þór Reykjalín Jóhannesson
Starfsmenn
  • Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Már Bjarnason umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - breytingar í nefndum og kosning áheyrnarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022030297Vakta málsnúmer

Nýr nefndarfulltrúi í ungmennaráð.
Þann 6. apríl sl. var skipaður síðasti fulltrúi í ungmennaráð.

Nýr fulltrúi í ráðið er: Freyja Dögg Ágústudóttir.

2.Fræðsla fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2020120160Vakta málsnúmer

Hópefli, hlutverk, verkefni og hagnýt atriði fyrir ungmennaráð.
Fræðsla, umræður og samvinna um hlutverk og verkefni ungmennaráðs.

3.Ungmennaráð - breytingar í nefndum og kosning áheyrnarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022030297Vakta málsnúmer

Tilnefning varaáheyrnarfulltrúa ungmennaráðs í fræðslu- og lýðheilsuráði.
Ungmennaráð tilnefndi Elvu Ósk Káradóttur sem nýjan varaáheyrnarfulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Tilnefning gildir aftur í tímann frá 17. febrúar sl. þar sem láðist að færa rétt inn í fundargerð.

4.Barnvænt sveitarfélag - skipan stýrihóps

Málsnúmer 2022030625Vakta málsnúmer

Tilnefning 4 fulltrúa ungmennaráðs í stýrihóp barnvæns sveitarfélags.
Kynnt var skipan stýrihóps um barnvænt sveitarfélag fyrir fulltrúum ungmennaráðs.

5.Önnur mál

Málsnúmer 2020120160Vakta málsnúmer

Verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélags falið að hafa samband við öldungaráð með samráð og samvinnu við ungmennaráð í huga.


Verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélag falið að leita eftir tölulegum upplýsingum um fjölda barna á Akureyri með annað móðurmál en íslensku og börn með flóttabakgrunn.


Umræða um þolpróf (Píp test) í grunnskólum bæjarins ásamt skyldusundi.


Ráðið lýsir áhuga á að kynnast og fara í ferð út fyrir landsteinana t.d. í gegnum verkefni eins og Evrópu unga fólksins.


Ráðið bókar sérstaklega að óska eftir fundi með Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra um framtíðarsýn hans um stöðu barna á Íslandi, verkefnið barnvænt Ísland og frekari möguleika á samstarfi hans og ráðsins m.t.t. farsældar barna. Verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélags falið að senda ráðherra erindi.

Fundi slitið - kl. 18:00.