Stjórn Akureyrarstofu

133. fundur 20. nóvember 2012 kl. 15:00 - 16:30 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Sigmundur Ófeigsson varaformaður
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir faglega verkefnisstjórn um áframhaldandi vinnu við mótun atvinnustefnu fyrir Akureyrarbæ. Fráfarandi verkefnisstjórn leggur til að tveir sem áttu sæti í henni starfi áfram að málinu og að tveir komi frá hagsmunaaðilum utan bæjarkerfisins. Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir erindisbréfið.  Í verkefnisstjórninni munu sitja fyrir hönd stjórnar Akureyrarstofu Sigmundur Ófeigsson og Unnsteinn Jónsson.  Fjóla Björk Jónsdóttir, aðjunkt við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og Ingibjörg Ringsted, framkvæmdastjóri Lostætis Akureyri sitja fyrir hönd annarra hagsmunaaðila í stjórninni.

2.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar - opinn kynningarfundur

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að endurnýjaðri menningarstefnu sem vinnuhópur stjórnarinnar hefur sett saman og kynnt verða á opnum fundi þann 27. nóvember nk. Ýmsar athugasemdir komu fram í umræðunum sem tekið verður tillit til í vinnslu draganna.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

 

Fundi slitið - kl. 16:30.