Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra

1. fundur 01. mars 2018 kl. 15:00 - 15:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Jón Heiðar Jónsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Heiðar Daðason
  • Sif Sigurðardóttir
  • Tryggvi Már Ingvarsson
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson
Dagskrá
Sif Sigurðardóttir mætti í forföllum Lilju Guðmundsdóttur.

1.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010064Vakta málsnúmer

Staðgengill byggingarfulltrúa óskaði á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. febrúar 2018 eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra á eftirfarandi erindi.

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um að leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2018 þar sem gert er ráð fyrir undanþágu frá kröfu um lyftu í húsið.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra getur fyrir sitt leyti fallist á að byggingu lyftu í húsið sé frestað þar til fleiri breytingar verði gerðar.

Varðandi þau tvö herbergi sem eiga að vera fær hjólastólum þá krefst nefndin þess að þau rými verði stækkuð þannig að þau verði tveggja manna herbergi og uppfylli allar kröfur um algilda hönnun.

Fundi slitið - kl. 15:40.