Undirhlíð 1-3 - umsókn um breytta aðkomu

Málsnúmer BN080385

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 373. fundur - 16.11.2011

Erindi dagsett 10. nóvember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi til að breyta aðkomu að bílastæðum ofan- og neðanjarðar við Undirhlíð 1-3. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 379. fundur - 29.12.2011

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, leggur inn reyndarteikningar með lagfæringum á Undirhlíð 3.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Skipulagsstjóri lagði fram skýrslurnar Samantekt I og II, vöktun vatnsborðs í jarðvegi og mælingar á jarðvegssigi, sem verkfræðistofan Mannvit ehf. hefur haft eftirlit með og unnið samkvæmt ákvæðum skilmála deiliskipulagsins. Björn Jóhannsson frá Mannvit ehf. kom á fundinn og kynnti samantektirnar.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd þakkar Birni fyrir kynninguna.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 383. fundur - 01.02.2012

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Undirhlíð 3. Innkomnar nýjar teikningar 11. janúar 2012. Innkomin ný teikning 27. janúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Gera þarf nýjan eignarskiptasamning vegna fjölgunar eigna.