Barnamenningarhátíð 2024

Málsnúmer 2024010431

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Tilnefning fulltrúa úr bæjarráði í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri, samkvæmt verklagsreglum um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð. Bæjarráð skipar einn fulltrúa úr sínum röðum og einn fulltrúa með reynslu og þekkingu af menningarstarfi.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Heimi Örn Árnason bæjarfulltrúa og Snorra Björnsson kennara við VMA í fagráð Barnamenningarhátíðar.

Ungmennaráð - 47. fundur - 07.02.2024

Rætt var um Sumartóna. Velt vöngum yfir hvaða tónlistaratriði ráðið myndi vilja fá, bæði upphitunar- og aðalatriði.

Fyrir upphitunaratriði var Skandal, Akureyrsk hljómsveit fyrir valinu og fyrir aðalatriði voru Auddi&Sveppi, Iceguys og Laddi í efstu sætum. Almar og Kristín Sóley fengu hugmyndirnar sendar til að vinna áfram.

Gengið var frá hlutverkaskiptum, Heimir og París verða kynnar og aðrir fulltrúar ráðsins sjá um að vísa gestum til sætis og dyravörslu.

Bæjarráð - 3838. fundur - 15.02.2024

Lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu tillögur fagráðs Barnamenningarhátíðar um styrkveitingar til verkefna hátíðarinnar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur fagráðs um styrkveitingar til verkefna á Barnamenningarhátíð.

Ungmennaráð - 49. fundur - 03.04.2024

Rætt stuttlega um Sumartóna 2024. Niðurstaða er komin í málið varðandi tónlistaratriðin. Mikil óánægja var meðal fulltrúa um hvernig valinu á fræga tónlistarmanninum var háttað. Sagt var frá því að eftir að ungmennaráð hafi sent inn sínar hugmyndir hafi framkvæmdaaðilar óskað eftir fleiri tillögum og var því einnig leitað til félagsmiðstöðvanna og tillögur frá þeim sendar inn en ekkert heyrst eftir það. Síðan þá hefur verið valið, án upplýsinga eða samráðs við ungmennaráð, aðili sem hvergi var á tillögulista og auglýsing sett í loftið.

Ungmennaráð fól umsjónarmanni ráðsins að kanna það hvers vegna málið var unnið á þennan hátt.
Niðurstaðan er að Skandall og Emmsjé Gauti munu stíga á svið á Sumartónum. París og Guðmar verða kynnar og aðrir fulltrúar ráðsins sjá um dyravörslu.