Fundarboð frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, föstudaginn 17. nóvember

Málsnúmer 2023110500

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Erindi dagsett 13. nóvember 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem boðað er til fundar þar sem fjallað verður um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Óskað er eftir því að aðilar frá Akureyrarbæ komi á fund nefndarinnar kl. 10, föstudaginn 17. nóvember. Gert er ráð fyrir að gestir mæti á fundarstað. Gestum er þó að jafnaði heimilt að tengjast fundum nefnda með fjarfundarbúnaði óski þeir þess með hæfilegum fyrirvara. Þingskjalið má nálgast hér:https://www.althingi.is/altext/154/s/0319.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.