Leiguíbúðir viðhald 2023

Málsnúmer 2023080470

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 143. fundur - 15.08.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 14. ágúst 2023 varðandi mikið viðhald á leiguíbúðum Akureyrarbæjar á árinu.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til Bæjarráðs að upphæð kr. 50 milljónir í viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Við leggjum til að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 verði 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða sett í viðhald á þeim.

Bæjarráð - 3816. fundur - 24.08.2023

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. ágúst 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 14. ágúst 2023 varðandi mikið viðhald á leiguíbúðum Akureyrarbæjar á árinu.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 50 milljónir í viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Við leggjum til að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 verði 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða sett í viðhald á þeim.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Því ætti við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 að tryggja að 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða verði sett í viðhald á þeim. Eins er mikilvægt að skoðað verði sérstaklega hagkvæmni þess að selja eldri eignir og fjárfesta í nýrra húsnæði og ef svo er að nýta það ferli til að stuðla að betri dreifingu á félagslegu húsnæði í bænum.