Kostnaðaráætlun fyrir mat til eldri borgara í Birtu og Sölku

Málsnúmer 2023050574

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 32. fundur - 15.05.2023

Fyrir liggur útfærsla á tilraunarverkefni vegna máltíða í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku.

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Öldungaráð - 30. fundur - 13.09.2023

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sagði frá stöðu á hádegismatnum í Birtu og Sölku.
Öldungaráð lýsir sérstakri ánægju með hve vel hefur tekist til með hádegismatinn í Sölku og Birtu undanfarið. Ljóst er að félagslegi þáttur þess að koma saman og borða hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsufar eldra fólks.

Öldungaráð skorar á fræðslu- og lýðheilsuráð að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks og hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 13. september 20223:

Öldungaráð lýsir sérstakri ánægju með hve vel hefur tekist til með hádegismatinn í Sölku og Birtu undanfarið. Ljóst er að félagslegi þáttur þess að koma saman og borða hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsufar eldra fólks.

Öldungaráð skorar á fræðslu- og lýðheilsuráð að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks og hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar kynninguna og ráðið mun taka tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.