Skipulagsráð

402. fundur 10. maí 2023 kl. 08:15 - 11:01 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Elísabet Vésteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.
Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista mætti í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.

1.Fjárhagsáætlunargerð 2024 - kynning á ferli

Málsnúmer 2023040707Vakta málsnúmer

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar kynnti ferli fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.

2.Hulduholt 14-16 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2023 þar sem Katla ehf. byggingarfélag sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 14-16 við Hulduholt.

Sótt er um að færa núverandi byggingarreit aftur um 2 m og að heimilt verði að reisa bílgeymslu allt að 2,5 m að götu.

Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hulduholti 4-12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Hvannavellir 10-14 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021120847Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hvannavelli 10-14 lauk þann 31. janúar sl. Sex athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 12. apríl sl. Var afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að skoða möguleika á tilfærslu fyrirhugaðrar spennistöðvar. Er tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda lögð fram ásamt deiliskipulagstillögunni þar sem m.a. er lagt til í samráði við Norðurorku að fallið verði frá uppsetningu spennistöðvar syðst á lóðarmörkum Hvannavalla 14 að svo stöddu.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með breytingum eftir auglýsingu sem felast í því að spennistöð er felld út. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda.

Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn tillögunni.

4.Naustagata 13 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Kistu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 13 við Naustagötu.

Sótt er um eftirfarandi breytingar:

- Hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,200 í 0,594.

- Aukningu á leyfilegu byggingarmagni úr 975 m² í 2900 m².

- Tilfærslu og stækkun á byggingarreit til vesturs.

- Leyfi fyrir hálfniðurgrafinni hæð undir bygginguna.

- Lækkun bílastæðakröfu úr 45-65 bílastæðum í 38 stæði.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að gert verði ráð fyrir trjágróðri á lóðarmörkum til austurs.
Fylgiskjöl:

5.Baldursnes 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Baldursness 5 byggingarvers ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5 við Baldursnes.

Sótt er um stækkun lóðarinnar um 238 m² og stækkun byggingarreits um 2 m til vesturs.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Óðinsnesi 2 auk þess sem leita skal umsagna Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Hafnarstræti 73 og 75 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040862Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2023 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Hótels Akureyrar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 73 og 75 við Hafnarstræti.

Fyrirhugað er að reisa hótelbyggingu á lóð nr. 75 og tengja hana við núverandi hús á lóð nr. 73 með tengibyggingu.

Meðfylgjandi eru skýringarmynd og greinargerð.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits til samræmis við erindið. Er skipulagsfulltrúa jafnframt falið að leita umsagnar Minjastofnunar um tillöguna.

7.Móahverfi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050311Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Ómar Ívarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingu á deiliskipulagi Móahverfis.

Breytingin felst m.a. í því að bætt er við hljóðvörn meðfram austanverðri Borgarbraut sunnan gatnamóta við Langamóa og Bröttusíðu.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir eigendum fasteigna í Vestursíðu 20-24, 26-30 og 32-38.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Týsnes 22 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050219Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2023 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. húsbygginga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 22 við Týsnes.

Breytingin felst í stækkun byggingarreits um 5 m til austurs.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

9.Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts

Málsnúmer 2022100792Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður

Málsnúmer 2022100752Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður vegna útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Höfðahlíð 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040716Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. apríl 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. B.F. bygginga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Höfðahlíð.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Hlíðarfjall - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Ómar Ívarsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Breytingin felst í aukningu á hámarksbyggingarmagni úr 1.000 m² í 1.065 m², hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,333 í 0,355 og breytingu á leyfilegum fjölda hæða úr einni í tvær.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Dvergaholt 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050301Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Brynju leigufélags sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Dvergaholt.

Sótt er um hækkun húss um eina hæð sem skal vera inndregin.

Meðfylgjandi eru minnisblað og greinargerð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

14.Hálönd - vegagerð án framkvæmdaleyfis

Málsnúmer 2023050235Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 25. apríl 2023 fór skipulagsfulltrúi fram á að framkvæmdir við nýja tengingu við Hlíðarfjallsveg yrðu stöðvaðar þar sem þær eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Jón Hjaltason óflokksbundinn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipualagsráð staðfestir stöðvun framkvæmda í samræmi við 10. tl. 4. gr. Viðauka 1.1 samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Lyngmói 1-5 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030242Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Hæstbjóðandi í lóð nr. 1-5 við Lyngmóa var Trétak ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 1-5 við Lyngmóa til Trétaks ehf. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Lyngmói 7-11 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030243Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Hæstbjóðandi í lóð nr. 7-11 við Lyngmóa var Trétak ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 7-11 við Lyngmóa til Trétaks ehf. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Pylsuvagninn í Hafnarstræti - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023040692Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2023 þar sem Tomasz Piotr Kujawski sækir um leyfi fyrir sjálfsala með frönskum kartöflum við pylsuvagninn í Hafnarstræti.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Vamos - umsókn um viðburð

Málsnúmer 2023040699Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2023 þar sem Halldór Kristinn Harðarson fyrir hönd Vamos AEY sækir um leyfi fyrir tónlistarviðburði við Ráðhústorg og lokun norðurenda Skipagötu frá kl. 18 - 24 þann 16. júní nk.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023040195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2023 þar sem skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar óskar umsagnar Akureyrarbæjar um skipulagslýsingu fyrir rammahluta Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þar sem fjallað er um þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði.

Umsagnarfrestur er veittur til 12. maí nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu.

20.Lagafrumvarp um óleyfisbúsetu

Málsnúmer 2023040984Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áformaskjal starfshóps á vegum innviðaráðuneytis vegna m.a. fyrirhugaðra breytinga á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 912. fundar, dagsett 19. apríl 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 913. fundar, dagsett 27. apríl 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:01.