Geirþrúðarhagi 5 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2023030596

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 907. fundur - 16.03.2023

Erindi dagsett 13. mars 2023 þar sem Ragnhildur Þorgeirsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu sólskála í Geirþrúðarhaga 5, íbúð 103. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson og samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 399. fundur - 29.03.2023

Erindi dagsett 13. mars 2023 þar sem Ragnhildur Þorgeirsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu sólskála í Geirþrúðarhaga 5. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir og samþykki meðeigenda.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi 3. áfanga Naustahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Matthíasarhaga 1.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.