Loftgæði og umferð á Akureyri

Málsnúmer 2023011287

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3523. fundur - 07.02.2023

Umræða um loftgæði og bílaumferð.

Málshefjandi er Jana Salóme I. Jósepsdóttir og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða núgildandi verklagsreglur vegna svifryksmengunar með það að leiðarljósi að möguleiki sé á að nýta þær heimildir sem fram koma í 2. og 3. mgr. 85 gr. umferðarlaga um takmörkun umferðar vegna loftmengunar. Bæjarstjórn vísar tillögunni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Til máls tók Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að við endurskoðun núgildandi verklagsreglna vegna svifryksmengunar með það að markmiði að hafa möguleika á að nýta þær heimildir sem fram koma í 2. og 3. mgr. 85 gr. umferðarlaga um takmörkun umferðar vegna loftmengunar. Bæjarstjórn vísar tillögunni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.