Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Málsnúmer 2022110861

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Erindi dagsett 18. nóvember 2022 frá Innviðaráðuneytinu, þar sem vakin er athygli á því að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni er mælt fyrir um lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar. Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022 í gegnum samráðsgáttina.
Bæjarráð tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga en gerir athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir rafrænum íbúakosningum.