Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Hrísey

Málsnúmer 2022110842

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Erindi dagsett 17. nóvember 2022 frá Ungmennafélaginu Narfa um styrki til foreldra/forráðamanna barna sem stunda íþrótta- og tómstundastarf utan Hríseyjar.

Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 44. fundur - 18.12.2023

Lögð fram drög að reglum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til bæjarráðs.

Ungmennaráð - 46. fundur - 10.01.2024

Ungmennaráð tók fyrir mál varðandi akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Hrísey. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð gagnrýnir það að styrkurinn sé sá sami óháð fjölda barna á heimilinu sem stunda íþróttir og leggur til að upphæðin verði hækkuð í samræmi við fjölda barna.

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 18. desember 2023:

Lögð fram drög að reglum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3539. fundur - 16.01.2024

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. janúar 2024:

Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 18. desember 2023:

Lögð fram drög að reglum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.