Erindi til fræðslu- og lýðheilsusráðs vegna safnfrístunda í grunnskólum Akureyrar

Málsnúmer 2022110825

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Frístundaheimili grunnskóla Akureyrar óska eftir afstöðu fræðslu- og lýðheilsuráðs til samvinnu milli frístunda þegar hefðbundið skólastarf er ekki í gangi. Þetta á við um t.d. jól, páska, haust- og vetrarfrí o.s.frv. Þannig að frístundastarf yrði sameinað í nokkrum grunnskólum á þessum dögum til að auka fjölbreytni fyrir nemendur.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur jákvætt í erindið og heimilar grunnskólum Akureyrarbæjar að prófa sig áfram með samvinnu sín á milli á umræddum dögum.