Ósk um áframhaldandi samstarfssamning

Málsnúmer 2022100596

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Erindi dagsett 17. október 2022 þar sem Tónlistarskólinn Tónræktin (Tónræktendur Tónlistarskóli ehf) óskar eftir áframhaldi á samstarfssamningi sem gerður var milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar og er að renna út.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra.

Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 25. fundur - 13.02.2023

Ármann Einarsson og Guðmundur Magni Ásgeirsson mættu á fund fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir hönd Tónræktarinnar til að kynna starfsemi skólans. Auk þess að fylgja eftir erindi sínu um hækkun styrks frá október síðastliðnum með ósk um að gerður verði samningur við Akureyrarbæ til að minnsta kosti þriggja ára.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ármanni og Guðmundi Magna fyrir kynninguna.

Ráðið leggur til að gerður verði þriggja ára samningur við Tónræktina og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3803. fundur - 23.03.2023

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. febrúar 2023:

Ármann Einarsson og Guðmundur Magni Ásgeirsson mættu á fund fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir hönd Tónræktarinnar til að kynna starfsemi skólans. Auk þess að fylgja eftir erindi sínu um hækkun styrks frá október síðastliðnum með ósk um að gerður verði samningur við Akureyrarbæ til að minnsta kosti þriggja ára.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ármanni og Guðmundi Magna fyrir kynninguna.

Ráðið leggur til að gerður verði þriggja ára samningur við Tónræktina og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs eru nú lögð fram drög að þriggja ára samstarfssamningi við Tónræktina.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann.