Fræðslu- og lýðheilsuráð

25. fundur 13. febrúar 2023 kl. 13:00 - 15:30 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Jóhannesson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Viðar Valdimarsson M-lista sat fundinn í forföllum Bjarneyjar Sigurðardóttur.

1.Íshokkísamband Íslands - styrkbeiðni vegna HM U18 á Akureyri 2023

Málsnúmer 2023020277Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2023 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdarstjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir styrk frá Akueyrarbæ til að standa straum af kostnaði við heimsmeistaramót U18 í íshokkí sem fyrirhugað er á Akureyri 12.- 18.mars næstkomandi.


Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð getur ekki orðið við beiðninni þar sem ekki er gert ráð fyrir fjárhæðinni í fjárhagsáætlun ársins.

2.Skautafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðar fyrir HM U18 í íshokkí á Akureyri í mars 2023

Málsnúmer 2023020486Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2023 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til að leigja búnað í Skautahöllina vegna heimsmeistaramóts U18 í íshokkí á Akureyri í mars 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja Skautafélag Akureyrar að upphæð 250.000 kr. vegna leigu á markaklukku meðan á heimsmeistaramót U18 í íshokkí stendur yfir.

3.Ósk um áframhaldandi samstarfssamning - Tónræktin

Málsnúmer 2022100596Vakta málsnúmer

Ármann Einarsson og Guðmundur Magni Ásgeirsson mættu á fund fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir hönd Tónræktarinnar til að kynna starfsemi skólans. Auk þess að fylgja eftir erindi sínu um hækkun styrks frá október síðastliðnum með ósk um að gerður verði samningur við Akureyrarbæ til að minnsta kosti þriggja ára.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ármanni og Guðmundi Magna fyrir kynninguna.

Ráðið leggur til að gerður verði þriggja ára samningur við Tónræktina og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

4.Eldhugar

Málsnúmer 2023020375Vakta málsnúmer

Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs kynnti verkefnið Eldhugar.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

5.Veikindadagar í leik- og grunnskólum 2014-2022

Málsnúmer 2023011558Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þróun veikindadaga í leik- og grunnskólum.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

6.Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs

Málsnúmer 2022090947Vakta málsnúmer

Mál frá 18. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Lagðir fram til samþykktar verkferlar og reglur um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir verkferla og reglur um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

7.Tilfærsla á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023

Málsnúmer 2023020370Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023. Um er að ræða 60 m.kr. tilfærslu milli liða sem færðar voru á kostnaðarstöð 1040101 þar sem ekki lá fyrir hvernig þessari skiptingu yrði háttað í fjárhagsáætlunarvinnunni. Þessum 60 m.kr. er áætlað að mæta síðbúnum óskum um fjölgun stöðugilda vegna stuðnings í leikskólum að fjárhæð 35,6 m.kr. og til að koma til móts við leik- og grunnskóla vegna hlutverks tengiliða skv. farsældarlögum að fjárhæð 24,4 m.kr. Auk þess er óskað eftir tilfærslu að upphæð 4,56 m.kr. af kostnaðarstöð 1041050 en þar var áætlað fyrir móttöku flóttabarna í leikskólunum miðað við stöðuna í október 2022.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir breytingu á viðauka á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs að upphæð 64,56 m.kr.

Málinu er vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:30.