Austurvegur 41 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022100290

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Erindi dagsett 6. október 2022 þar sem Sean Thomas Fraser og Sharron Andrea Fraser sækja um lóð nr. 41 við Austurveg. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu málsins þar sem lóðin hefur ekki verið formlega stofnuð í fasteignaskrá.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Erindi dagsett 6. október 2022 þar sem Sean Thomas Fraser og Sharron Andrea Fraser sækja um lóð nr. 41 við Austurveg. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 26. október 2022 og var afgreiðslu frestað þar sem lóðin hafði ekki verið stofnuð í fasteignaskrá.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.