Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs

Málsnúmer 2022090947

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 18. fundur - 17.10.2022

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla kynnti drög að verkferlum og reglum um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð frestar ákvörðun.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 25. fundur - 13.02.2023

Mál frá 18. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Lagðir fram til samþykktar verkferlar og reglur um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir verkferla og reglur um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 47. fundur - 26.02.2024

Umræður um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir þær breytingar á reglum um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs að hátíðin verði haldin í febrúar á tveggja ára á fresti en ekki árlega eins og verið hefur. Næsta athöfn fer fram í febrúar 2025.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi samþykkt breytingar á reglum varðandi viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs og að hátíðin yrði á tveggja ára fresti.
Ungmennaráð tekur vel í það að hafa hátíðina annað hvert ár, þannig náist að safna fleiri flottum verkefnum og svigrúm til að hafa viðburðinn stærri. Ungmennaráð óskar eftir því að taka þátt í viðburðinum. Eins vill ungmennaráð benda á að gott hefði verið að fá þetta mál á sitt borð áður en að ákvörðun um breytingarnar voru teknar.