Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - almennt 2022-2026

Málsnúmer 2022080890

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 5. fundur - 27.09.2022

Farið yfir hlutverk Samráðshóps um málefni fatlaðs fólk skv. samþykkt fyrir hópinn frá 2019 og samþykkt var í bæjarstjórn.

Rætt um málefni sem fundarmenn hafa áhuga á að taka fyrir á næstu fundum.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 7. fundur - 22.11.2022

Lögð fram drög að breytingum að innilaug Sundlaugar Akureyrar, samráðshópur er beðinn um álit vegna aðgengismála.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Samráðshópur þakkar Kristjáni fyrir góða kynningu og samþykkir tillögu nr. 2 í drögum að breytingum að innilaug Sundlaugar Akureyrar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 02.05.2023

Kollgáta ehf. arkitektastofa - hönnun á félagsaðstöðu og stúku fyrir KA.

Andrea Sif Hilmarsdóttir og Ragnar Freyr Guðmundsson kynntu hönnunina fyrir samráðshópnum og óskaði eftir áliti þeirra.
Samráðshópurinn þakkar fyrir frábæra kynningu og lýsir yfir ánægju sinni með hönnun á þessum mannvirkjum.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 02.05.2023

Íþróttafélagið Akur.

Jón Heiðar Jónsson sat fundinn undir þessum lið.

Jón Heiðar styður þá þróun sem hefur verið í umræðunni undanfarin ár að íþróttafélögin fyrir fatlaða ættu að fara inn í almennu íþróttafélögin sem sérdeild innan þeirra.