Nefndarlaun - breytingar á reglum 2022

Málsnúmer 2022080656

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3778. fundur - 25.08.2022

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Í breytingunni felst uppfærsla á texta vegna stjórnskipulagsbreytinga 1. janúar 2022 og uppfærsla á viðmiði m.v. vísitölu í janúar 2022. Framlögð tillaga hefur ekki áhrif á laun bæjarfulltrúa frá því sem verið hefur frá 1. janúar sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.