Tilnefning fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 2022080450

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Lagt fram erindi dagsett 18. maí 2022 frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra tilnefni fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir tímabilið 2022-2026.

Samtökin hafa óskað eftir tveimur tilnefningum frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð tilnefnir Ketil Sigurð Jóelsson og Bjarneyju Sigurðardóttur í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum.