Fjölskylduhátíð í Hrísey 2022 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2022061307

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Erindi dagsett 17. maí 2022 frá undirbúningsnefnd Hríseyjarhátíðar þar sem óskað er eftir 500.000 kr. styrk til að halda hátíðina.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum styrk að upphæð kr. 350.000 til verkefnisins og óskar eftir að skipuleggjendur skili greinargerð um rekstur og aðsókn að hátíð lokinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Ferðamálafélag Hríseyjar um Fjölskylduhátíðina.