Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og bílskýli

Málsnúmer 2022050316

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 863. fundur - 12.05.2022

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Hallur Kristmundsson fyrir hönd Lækjarsels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hlíðargötu. Fyrirhugað er að einangra og klæða húsið að utan, taka skyggni yfir inngangi, bæta við bílskýli og steypa vegg á lóðamörkum við Oddeyrargötu 36. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hall Kristmundsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 382. fundur - 18.05.2022

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Hallur Kristmundsson f.h. Lækjarsels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hlíðargötu. Fyrirhugað er að einangra og klæða húsið, fjarlægja skyggni yfir inngangi, bæta við bílskýli fyrir tvo bíla og steypa vegg á lóðamörkum við Oddeyrargötu 36. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hall Kristmundsson.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum við Hlíðargötu 1, 3 og 4 og Oddeyrargötu 34 og 36.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 877. fundur - 18.08.2022

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Hallur Kristmundsson fyrir hönd Lækjarsels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hlíðargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hall Kristmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.