Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2022

Málsnúmer 2022050179

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119. fundur - 06.05.2022

Farið yfir þær framkvæmdir sem áætlað er að fara í í sumar.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa notaða beltagröfu og dráttarvél til landmótunar í Hlíðarfjalli. Tekið af fjárveitingu ársins í eignfærslu. Áætlaður kostnaður í verkefnið er kr. 25.000.000.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna yfirbyggingar á drifstöð Fjallkonunnar ásamt viðbyggingu.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf á að fara yfir þarfagreiningu og kostnaðaráætlun og ræða mögulegar útfærslur til að auka rekstraröryggi og bæta aðbúnað við Fjallkonuna fyrir starfsfólk og gesti Hlíðarfjalls.

Verkefninu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:

Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna yfirbyggingar á drifstöð Fjallkonunnar ásamt viðbyggingu.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf á að fara yfir þarfagreiningu og kostnaðaráætlun og ræða mögulegar útfærslur til að auka rekstraröryggi og bæta aðbúnað við Fjallkonuna fyrir starfsfólk og gesti Hlíðarfjalls.

Verkefninu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Lögð fram beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um kaup á aðgangsstýringarhliðum frá Skidata fyrir Fjallkonu og skíðagöngubraut í Hlíðarfjalli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Tekinn fyrir öðru sinni liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:

Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna yfirbyggingar á drifstöð Fjallkonunnar ásamt viðbyggingu.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf á að fara yfir þarfagreiningu og kostnaðaráætlun og ræða mögulegar útfærslur til að auka rekstraröryggi og bæta aðbúnað við Fjallkonuna fyrir starfsfólk og gesti Hlíðarfjalls.

Verkefninu er vísað til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 30. júní sl. og var sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að vinna málið áfram og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.