Barnvænt sveitarfélag - staða verkefnis og endurviðurkenning 2023

Málsnúmer 2022041965

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Fyrir liggja drög að erindisbréfi stýrihóps Barnvæns sveitarfélags.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindisbréfið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3793. fundur - 05.01.2023

Tekið fyrir erindisbréf vegna stýrihóps verkefnisins Barnvænt sveitarfélag. Hópurinn samanstendur af kjörnum fulltrúum frá meirihluta og minnihluta, fulltrúum allra sviða sveitarfélagsins og að minnsta kosti fjórum fulltrúum úr ungmennaráði.
Bæjarráð samþykkir að skipa Heimi Örn Árnason og Ölfu Jóhannsdóttur í stýrihópinn.