Hulduholt 2 - fyrirspurn varðandi breytt skipulag

Málsnúmer 2022040003

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi dagsett 1. apríl 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Byggingafélagsins Hyrnu ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytt skipulag á lóð nr. 2 við Hulduholt. Meðfylgjandi er greinargerð og uppdráttur.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi með inndregna efstu hæð á þrjá vegu og er það vilji meirihluta ráðsins að því formi verði haldið. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista og Sindri Kristjánsson S-lista greiða atkvæði á móti tillögunni og óska bókað:

Undirrituð lýsa yfir vonbrigðum með afstöðu meirihluta skipulagsráðs í þessu máli. Í málinu hefur verið óskað eftir minniháttar breytingu á deiliskipulagi til að koma til móts við hóp eldra fólks í bænum sem upplifir skort á hentugu húsnæði fyrir sig. Að okkar mati væri rétt að samþykkja þessa ósk um breytingu með það að leiðarljósi að tryggja sem fjölbreyttasta samsetningu íbúa í nýju Holtahverfi norður.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Erindi dagsett 29. júní 2022 þar sem Haraldur Árnason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Hulduholt.

Sótt er um eftirfarandi:

1)Útkragandi hlutir eins og svalir megi standa allt að 1,9m út fyrir bygg.reit.

2)Útlínur bílakjallara/niðurkeyrslu megi standa við lóðarmörk sem liggja að gangstígum sbr. meðf. teikningar.

3)Breyting á bygg.reit. þ.e stækkun að norðaustan um 0,5m í sömu átt.


Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.