Strandgata 49 - fyrirspurn vegna bílastæða

Málsnúmer 2022031360

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi dagsett 31. mars 2022 þar sem Róbert Häsler Aðalsteinsson leggur inn fyrirspurn varðandi bílastæði fyrir framan veitingastað sinn við Strandgötu 49. Í kjölfar gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum eru stæðin framan við húsið mikið nýtt. Spurt er hvort leigja megi þessi stæði og merkja þau Strandgötu 49 eða hvort ekki sé hægt að hafa þessi stæði gjaldskyld.
Að mati skipulagsráðs er æskilegt að umrædd bílastæði séu gjaldskyld. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins.