Verkefnið Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2022031319

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Erindi dagsett 28. mars 2022 frá Óskari Helga Þorleifssyni fyrir hönd stjórnar Römpum upp Ísland. Markmiðið með verkefninu er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög um verkefnið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um verkefnið.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 5. fundur - 27.09.2022

Málfríður Þórðardóttir F-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Erindi frá Óskari Þór Þorleifssyni fyrir hönd stjórnar "Römpum upp Ísland" var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 7. apríl sl. og var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um verkefnið. Óskað er eftir því að fá upplýsingar um það hvort Akureyrarbær muni taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og hvort nú þegar einhverjir rampar hafi verið teknir í notkun og vígðir á Akureyri. Flokkur fólksins telur það mikilvægt að Akureyrarbær sé sýnilegur og fyrirmynd fyrir önnur bæjarfélög þegar kemur að því að bæta aðgengi fatlaðra að allri þjónustu í bænum.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks tekur undir að þetta verkefni er mjög mikilvægt og skorar á Akureyrarbæ að hefja framkvæmdir hið fyrsta.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 1. fundur - 07.02.2023

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds mætti á fundinn og sagði frá stöðunni á verkefninu.
Þakkað fyrir góða kynningu og áhugaverða yfirferð á verkefninu römpum upp Ísland. Áhugi er fyrir því að fá Steindór á fundi reglulega til að fara yfir aðgengismál.