Ystibær - Miðbær 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi

Málsnúmer 2022031064

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 858. fundur - 31.03.2022

Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Skuggsjár sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi byggingarfulltrúa dagsett 31. mars 2022 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um fyrirhuguð áform um byggingu geymslushúss við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir frístundabyggð á þessum stað. Skipulagsráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu byggingaráforma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Erindinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 860. fundur - 22.04.2022

Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Skuggsjár sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 865. fundur - 27.05.2022

Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Skuggsjár sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.