Hólabraut 18 - fyrirspurn um rekstarleyfisskylda gististarfsemi

Málsnúmer 2022030860

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi dagsett 19. mars 2022 þar sem Guðrún Erla Jónsdóttir fyrir hönd Karelíu ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi gistileyfi í húsnæði við Hólabraut 18, rýmisnr. 10 0102 og breytta skráningu úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi til samræmis við erindið en bendir á að samþykki meðeigenda þarf fyrir fyrirhugaðri starfsemi.

Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.