Hringtorg við Hvannavelli-Tryggvabraut - breytingar á lóðum

Málsnúmer 2022030796

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Lagt fram samkomulag milli Akureyrarbæjar og lóðarhafa Tryggvabrautar 5, 10 og 14 varðandi breytingar á afmörkun lóða vegna framkvæmda við nýtt hringtorg á gatnamótum Hvannavalla og Tryggvabrautar.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og þær breytingar á afmörkun og stærð lóða sem það felur í sér.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.