Þingvallastræti 23 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022030795

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Erindi Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) dagsett 16. mars 2022 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Þingvallastrætis 23, þ.e. lóðar fyrirhugaðrar heilsugæslu suður. Er óskað eftir því að ekki verði gert ráð fyrir bílakjallara og bílastæðum ofanjarðar fjölgað þess í stað. Eru lagðar fram tvær tillögur að mögulegri breytingu.
Skipulagsráð lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni eins og miðað hefur verið við frá því að skipulagsvinna á svæðinu hófst veturinn 2020-2021. Að mati skipulagsráðs er bílakjallari forsenda fyrir byggingu heilsugæslustöðvar á þessu svæði. Skipulagsráð hvetur hlutaðeigandi eindregið til þess að að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins enda ótækt að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost.

Skipulagsráð hafnar því ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Bæjarráð - 3771. fundur - 25.05.2022

Lögð fram niðurstaða Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna um byggingu bílakjallara undir nýja heilsugæslu sem barst með erindi dagsettu 20. maí 2022. Í erindinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki fjármögnun til að byggja viðbótarbílakjallara undir heilsugæslu suður og er lagt til að bærinn taki þann kostnað sé óskað eftir bílakjallara.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 23. mars sl. og hafnaði ráðið ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem fæli í sér að ekki yrði gert ráð fyrir bílakjallara heldur yrði bílastæðum ofanjarðar fjölgað þess í stað.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir svohljóðandi bókun skipulagsráðs frá 23. mars sl.:

"Skipulagsráð lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni eins og miðað hefur verið við frá því að skipulagsvinna á svæðinu hófst veturinn 2020-2021. Að mati skipulagsráðs er bílakjallari forsenda fyrir byggingu heilsugæslustöðvar á þessu svæði. Skipulagsráð hvetur hlutaðeigandi eindregið til þess að að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins enda ótækt að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost.

Skipulagsráð hafnar því ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar."

Bæjarráð getur hvorki fallist á að hvika frá bókun skipulagsráðs né fallist á skyndilega beiðni ríkisins um aðkomu bæjarins að fjármögnun bílakjallara.

Er bæjarstjóra falið að ræða við Framkvæmdasýslu-Ríkiseignir og kynna þeim afstöðu bæjaryfirvalda.

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Tekið fyrir erindi dagsett 22. nóvember 2022 frá Önnu Sofíu Kristjánsdóttur f.h. Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna vegna bílastæðastæðakjalla undir nýja heilsugæslu við Þingvallastræti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.