Innrás Rússa í Úkraínu fordæmd

Málsnúmer 2022030030

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3507. fundur - 01.03.2022

Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar kynnti tillögu að bókun.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga. Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268