Umfjöllun um tillögu um framkvæmd bókunar 4 í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla sem fjallar um störf sem ná ekki til hefðbundinna starfa í skólastarfi grunn- og leikskóla.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um framkvæmd bókunar 4 í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.