Týsnes 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022010383

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Erindi dagsett 6. janúar 2022 þar sem Nesbræður ehf. sækja um lóðir nr. 2 og 4 við Týsnes og óska jafnframt eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóðir nr. 2 og 4 eru sameinaðar í eina auk þess sem hluti lóðar nr. 6 er felldur inn í nýja lóð. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir hugmynd að útfærslu nýrrar lóðar.
Erindinu er hafnað þar sem lóðinni Týsnesi 2 hefur verið úthlutað til annars aðila (sjá dagskrárlið 13 í fundargerð skipulagsráðs). Samkvæmt ákvæði gr. 2.1.2 í Reglum um úthlutun lóða gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" þegar umsóknarfrestur fyrstu og annarrar auglýsingar lóða er liðinn.

Er skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um möguleika á annarri lóð.