Glerárgata 28 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna mathallar

Málsnúmer 2021120772

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Erindi dagsett 16. desember 2021 þar sem Vilhelm Patrick Bernhöft fyrir hönd Glerárgötu 28 ehf. sækir um leyfi fyrir mathöll í húsi nr. 28 við Glerárgötu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum og rekstraraðilum Glerárgötu 26, 28 og 30.

Skipulagsráð - 377. fundur - 09.03.2022

Grenndarkynningu byggingaráforma í tengslum við mathöll í Glerárgötu 28 lauk þann 2. mars sl. Þrjár athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram nú. Jafnframt eru lögð fram viðbrögð umsækjanda við athugasemdum auk tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um byggingaráform og samþykkir tillögu að svörum við athugasemdum.

Er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa.