Þekkingarvörður ehf. - beiðni um hlutafjáraukningu

Málsnúmer 2021120237

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Erindi dagsett 3. nóvember 2021 frá Hólmari E. Svanssyni f.h. Þekkingarvarðar ehf. þar sem tilkynnt er um hlutafjáraukningu og Akureyrarbæ boðið að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign. Óskað er eftir svari í síðasta lagi 30. desember nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að taka þátt í hlutafjáraukningu í Þekkingarverði ehf. og kaupa nýtt hlutafé, að fjárhæð kr. 716.000, í samræmi við hlutfall í núverandi eign.

Bæjarráð - 3757. fundur - 03.02.2022

Erindi dagsett 10. janúar 2022 frá Hólmari E. Svanssyni f.h. Þekkingarvarða ehf. þar sem Akureyrarbæ er boðið að auka enn frekar hlut sinn í félaginu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að auka við hlut í Þekkingarvörðum ehf. að fjárhæð kr. 382.000.