Framlenging leigusamninga - rekstur á veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2021110110

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2022 um framlengingu á leigusamningum við rekstraraðila veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli um 3 ár eða til vetrarloka árið 2025.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu á leigusamningum við rekstraraðila veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli um 3 ár eða til vetrarloka 2025.

Vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2022 um framlengingu á leigusamningum við rekstraraðila veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli um 3 ár eða til vetrarloka árið 2025.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu á leigusamningum við rekstraraðila veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli um 3 ár eða til vetrarloka 2025.

Vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að framlengja leigusamningana við rekstraraðila veitingasölu og skíðaleigu um 3 ár og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að ræða við forsvarsmenn skíðaskólans og leggja nýjan samning fyrir bæjarráð.