Eyjafjarðarsveit - beiðni um leigu á spildu úr landi Botns

Málsnúmer 2021101241

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Erindi dagsett 14. október 2021 frá Finni Yngva Kristinssyni, sveitarstjóra Eyjarfjarðarsveitar, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær leigi Eyjafjarðarsveit 10.000 fermetra landspildu út landi Botns fyrir gámasvæði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3754. fundur - 13.01.2022

Erindi dagsett 14. október 2021 frá Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra Eyjarfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær leigi Eyjafjarðarsveit 10.000 fermetra landspildu út landi Botns fyrir gámasvæði.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 21. október sl. og var bæjarstjóra þá falið að ræða við bréfritara.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið með þeim skilyrðum að Eyjafjarðarsveit nýti gámasvæðið til að fræða ungmenni um nýtingu, endurvinnslu og flokkun í anda skilyrða gjafaafsals um Botn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Eyjafjarðarsveit.