Slökkvilið Akureyrar - starfsmannamál

Málsnúmer 2021091123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Teknar fyrir breytingar vegna styttingar vinnuvikunnar og fjölgun stöðugilda.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri og Gunnar Rúnar Ólafsson aðstoðarslökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Fjölgun um 7 stöðugildi slökkviliðsins á vöktum, fjölga stöðugildum úr 23 í 30. Á móti er gert ráð fyrir hækkun í samningi við Sjúkratryggingar Íslands þannig að nettó niðurstaða Akureyrarbæjar er um kr. 300.000.000 sem er um 12% hækkun milli ára. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 24. september 2021:

Teknar fyrir breytingar vegna styttingar vinnuvikunnar og fjölgun stöðugilda.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri og Gunnar Rúnar Ólafsson aðstoðarslökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Fjölgun um 7 stöðugildi slökkviliðsins á vöktum, fjölga stöðugildum úr 23 í 30. Á móti er gert ráð fyrir hækkun í samningi við Sjúkratryggingar Íslands þannig að nettó niðurstaða Akureyrarbæjar er um kr. 300.000.000 sem er um 12% hækkun milli ára. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að betri vinnutími taki gildi frá og með 1. mars nk. og heimilar fjölgun um allt að 6 stöðugildi á vöktum. Jafnframt er slökkviðliðsstjóra falið að vinna launaáætlun í samræmi við þessa samþykkt í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslusviðs með það að markmiði að leita allra mögulegra leiða til hagræðingar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 117. fundur - 25.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2022 varðandi rekstrarkostnað Slökkviliðs Akureyrar.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.