Styrkbeiðni til frístundaráðs

Málsnúmer 2021090733

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 101. fundur - 12.10.2021

Erindi dagsett 17. september 2021 frá Ólafi Torfasyni, Kolbeini Aðalsteinssyni og Hauki Snæ Baldurssyni fyrir hönd FF Múrbrjóta þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki félagið með því að fella niður leigu á tímum í íþróttaaðstöðu Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindi FF Múrbrjóta og felur forstöðumanni íþróttamála að gera tillögu að samningi sem gildir til þriggja ára.