Kæra á breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (Hofsbót)

Málsnúmer 2021080463

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Lögð fram til kynningar kæra dagsett 11. ágúst 2021 þar sem ákvörðun Akureyrarbæjar um að breyta deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður nefndarinnar um kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa þar sem þeim hluta kærunnar er hafnað.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsettur 28. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar. Niðurstaða nefndarinnar er að hafna kröfu um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 18. maí 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulaginu.