Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

820. fundur 01. júlí 2021 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
  • Hjálmar Árnason
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Espilundur 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2021050376Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Júlí Óskar Antonsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 7 við Espilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Fyrir liggur samþykki íbúa Espilundar 5 og 9 og Birkilundar 6, 8 og 10. Fyrir liggur breytt deiliskipulag. Innkomnar nýjar teikningar 28. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Þórunnarstræti 138 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 frá Gísla Jóni Kristinssyni þar sem hann fyrir hönd Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sækir um leyfi til að breyta fangaklefum á 1. hæð í skrifstofuhúsnæði, breytingu í kjallara og fleiri breytingum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar og brunahönnun 24. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 42 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar, Glerártorgi. Breytingin er innra rými ásamt veitingaaðstöðu á gangi hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur. Innkomnar nýjar teikningar 22. júní 2021 og ný brunahönnun 23. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Óseyri 4 - stöðuleyfi fyrir söluvagn

Málsnúmer 2021061037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2021 þar sem Hjörleifur Árnason sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóðinni nr. 4 við Óseyri frá 1. september 2021 til 1. september 2022. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.

Innkomið 28. júní 2021 samþykki eigenda eigna á lóðinni.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið stöðuleyfi.

5.Margrétarhagi 14 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021061685Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd VA-verktaka ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð 14-22 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Jafnframt er sótt um byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli fyrirliggjandi teikninga.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum en frestar afgreiðslu að öðru leiti með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Skarðshlíð 23-25 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021040456Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2021 þar sem Sigríður Mack fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 23-25 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigríði Mack. Innkomin ný gögn 30. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Tungusíða 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021050431Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Tungusíðu. Fyrirhugað er að gera breytingar á neðri hæð hússins mhl. 01 og neðri hæð mhl. 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 24. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Heimaland 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021061686Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Hálanda ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir gistiskála á tveimur hæðum með alls 24 gistieiningum í húsi nr. 5 á lóð nr. 3 við Heimaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomin ný gögn 30. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Skarðshlíð 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060316Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomin ný gögn 1. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.