Tungusíða 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021050431

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 814. fundur - 21.05.2021

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Tungusíðu. Fyrirhugað er að breyta neðri hæð hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem íbúðarrými í vesturenda kjallara uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar um íbúðarrými í kjallara.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 817. fundur - 10.06.2021

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Tungusíðu. Fyrirhugað er að gera breytingar á neðri hæð hússins mhl. 01 og neðri hæð mhl. 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 3. júní 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 820. fundur - 01.07.2021

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Tungusíðu. Fyrirhugað er að gera breytingar á neðri hæð hússins mhl. 01 og neðri hæð mhl. 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 24. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.