Endurgreiðsla búfjárgjalds

Málsnúmer 2021041563

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Frá því lög um búfjárhald breyttust árið 2013 og Matvælastofnun fór að halda utan um skráningu yfir búfé hefur bærinn verið að leggja búfjárgjald á án lagaheimildar.

Gjaldið hefur verið kr. 3.200 undanfarin fjögur ár, sem þyrfti að endurgreiða, en gjaldendur eru um 170-190 á ári.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að endurgreiða búfjárgjald vegna sl. fjögurra ára og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá málinu.