Tillaga til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, 750. mál

Málsnúmer 2021041561

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. apríl 2021 frá utanríkismálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, 750. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1273.html
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar því að í stefnu Íslands í málefnum norðurslóða komi fram að efla eigi Akureyri enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi, m.a. með stuðningi við mennta- og rannsóknastofnanir og þekkingarsetur, og efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða.