Heimaland 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna hótels

Málsnúmer 2021031934

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 25. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. leggur inn fyrirspurn vegna byggingar 16 eininga gististaðar á lóð nr. 3 við Heimaland. Í gildandi deiliskipulagi kemur fram að í hverju húsi skuli vera 8-12 herbergi.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.